ÞJÁLFARINN

Óli Geir eigandi og þjálfari BEFIT er með 10 ára reynslu á þessu sviði en hann hefur hjálpað fólki á öllum aldri, börnum, fullorðnum og afreks íþróttafólki. Hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á heilsurækt og íþróttum en áhuginn kviknaði á unga aldri og æfði hann meðal annars bæði fótbolta og körfubolta lengi vel, en þar spilaði hann m.a. fyrir hönd Íslands á Evrópu- og Norðurlandamótum.

Eftir langan feril í íþróttum ákvað Óli að miðla sinni eigin reynslu áfram til annarra íþróttamanna með því að bjóða upp á einkaþjálfun. Einkaþjálfunin gekk vonum framar og árangurinn lét ekki á sér standa sem varð til þess að verkefnum fjölgaði og nú hefur Óli  yfir 10 ára starfsferil sem einkaþjálfari og hefur á þeim tíma boðið upp á þjálfun hjá Lífstíl í Keflavík en starfar nú sem þjálfari hjá Sporthúsinu. Hvort sem þú vilt léttast, þyngjast, tónast eða líða betur andlega og líkamlega þá getur Óli aðstöðað þig við það.

Megináhersla í þjálfun hjá Óla er að efla heilsuna með varanlegum árangri og koma þér í þitt langbesta form. Hann leggur áherslu á lífstílsbreytingar sem tryggja að þú náir þínum markmiðum. Eftir um 10 ára reynslu hefur hann hjálpað hundruðum manns við að ná sínum markmiðum, komast í sitt allra besta form og breyta um lífstíl. Hér er ekkert sem heitir átak. Átak er eitthvað sem tekur enda. Leyfðu Óla að hjálpa þér að breyta um lífstíl og ná þínum markmiðum. Ert þú næst/ur?